New Arcticcenter socialmedia

Fólk í norðurslóðamálum

Á Íslandi eru fjölmargar stofnanir og fyrirtæki sem starfa í þágu norðurslóða. En hvað gera þessar stofnanir í raun og hverjir starfa þar? Þetta eru spurningar sem margir velta fyrir sér þegar talað er um þessi mál, meðal annars í fjölmiðlum. Því stendur Norðurslóðanet fyrir kynningum á einstaklingum innan þessara stofnana og starfsemi þeirra. Þar á meðal eru PAME, IASC, CAFF, Norðurslóðanet og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, sem allar eru staðsettar í Borgum á svæði Háskólans á Akureyri. Einnig er fjallað um þátttöku Háskólans á Akureyri og Akureyrarbæjar í norðurslóðamálum og fleira.  Um er að ræða áhugaverða einstaklinga í fjölbreyttum störfum, fólk sem er menntað í norðurslóðafræðum en einnig einstaklinga sem að leiddust óvænt inn á þessa braut. Allir þessir einstaklingar eiga það sameiginlegt að brenna fyrir málefnum norðurslóða. 

Þetta kynningarverkefni er styrkt af áherslu verkefnasjóði SSNE (Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi Eystra).
 

Viðmælendur:

 

Kynningarverkefnið Fólk í Norðurslóðamálum var unnið af Ingu Hildi Jóhannsdóttur, kynningarfulltrúa Norðurslóðanets.

Inga Hildur vann viðtölin frá grunni og tók allar ljósmyndir nema tvær.

 

Designed & hosted by Arctic Portal